Skip to content

Vikulok

Við erum komin í íbúðina sem við tókum á leigu fyrir tengdaforeldra mína en þau koma til okkar á morgun. Við erum vægast sagt yfir okkur hrifin, útsýnið er stórfenglegt (eins og sjá má á myndinni hér að ofan) og í gærkvöldi sá ég sólsetur í fyrsta skipti í marga mánuði. Þórdís Yrja er mjög ánægð með þetta og furðar sig á allri birtunni og fuglunum fyrir utan gluggann.

Ég er iðin við að prófa ný kaffihús til að læra á þessa dagana. Ég er alveg kolfallin fyrir staðnum Glass Shop og kann vel að meta rólegheitin, tónlistina og hverfisstemmninguna þar inni. Það skemmir líka ekki hversu skemmtileg hönnunin er þar inni.

Ég hef eytt (alltof) löngum tíma í að fara í gegnum uppskriftasíðuna mína. Ég hef stokkað síðuna svolítið upp og reynt að gera hana skipulegri og þar með auðveldari í notkun.

Mig langar í þessar vöfflur hjá Svövu. Mig sárvantar vöfflujárn en ég er komin í sjálfskipað raftækjabann.

Ég er með þetta bananabrauð sem ég sá hjá Kristínu Gróu á heilanum.

Ég hafði sérstaklega gaman af þessari færslu á Sprouted Kitchen um gleðina sem hlýst af því að gefa fólki gott að borða. Myndirnar eru líka mjög fallegar.

Tónlistarmaðurinn Jason Molina lést í vikunni en ég hef hlustað mikið á hann eftir að Elmar kynnti mig fyrir honum stuttu eftir að við byrjuðum saman. Þetta lag er einhvers konar fullkomnun og þetta lag er í eilífu uppáhaldi hjá mér.

Vonandi áttuð þið góða viku!

8 athugasemdir Post a comment
 1. Flott íbúð! Og birtan sannarlega góð til að mynda þessa sykursætu dúllu, ekkert smá fín :)

  24/03/2013
 2. Ó mér finnst svo sorglegt að Jason Molina sé látinn :( Hold On Magnolia er einmitt eitt af allra uppáhalds lögunum mínum!

  24/03/2013
 3. Mikið svakalega er dóttir þín mikið krútt! Þessi augu!

  25/03/2013
  • Hún er soldið sjarmatröll :)

   25/03/2013
 4. Nanna, þegar þú flytur heim þá skal ég baka vöfflurnar fyrir þig ef þú gerir kleinuhringi fyrir mig. Díll?

  25/03/2013
  • Ójá! Það líst mér sko vel á :)

   25/03/2013
 5. Inga Þórey #

  hmmmm það vantar ein vikulok kona góð!

  05/04/2013
  • Oh já, ég veit! Smá bloggpása á meðan ég reyni að slökkva elda hér og þar.

   05/04/2013

Færðu inn athugasemd við Nanna Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: