Skip to content

Shrimp and grits / Rækjur og polenta

Það er eitthvað sem heillar mig við mat frá Suðurríkjum Bandaríkjanna. Kannski er það hversu óhræddir þeir eru við að nota smjör, beikon, sósur og kjöt. Þeir djúpsteikja víst alveg heil ósköp sem mér finnst oft á tíðum bæði spennandi og ógnvekjandi. Þegar við Elmar fórum í heimsókn til Norður-Karólínu sáum við hversu djúpsteikingaglaðir þeir verða. Við lögðum ekki í djúpsteiktu ostakökurnar og djúpsteiktu oreos-kexin en við smökkuðum þó súkkulaðihúðaða beikonið. Það var ógeðslegt. Og þó að mikið af Suðurríkjamat hræðir mig þá verð ég að dást að óttaleysi þeirra.

Ég bjó þennan rétt til fyrir þó nokkru síðan og var mjög ánægð með útkomuna. Hann var fljótlegur, einfaldur og einstaklega ljúffengur. Risarækjur og beikon. Þarf ég að segja meira?

Shrimp and grits / Rækjur og polenta

(Uppskrift frá Joy the Baker)

 • 4 bollar vatn
 • 1 bolli polenta (malað maísmjöl)
 • Sjávarsalt og pipar
 • 45 g ósaltað smjör
 • 1 bolli cheddar ostur (eða annar bragðgóður ostur sem bráðnar auðveldlega), rifinn
 • 250 g risarækjur
 • 6 sneiðar beikon
 • 4 tsk sítrónusafi
 • 2 msk steinselja, söxuð
 • 1/2 bolli fínt saxaður vorlaukur
 • 1 stór hvítlauksgeiri, fínt saxaður eða kreistur í pressu

Aðferð:

Sjóðið vatn í potti. Hellið polentunni út í sjóðandi vatnið og hrærið á meðan til að koma í veg fyrir kekki. Lækkið hitann og setjið lokið á pottinn og eldið þar til vatnið hefur gengið inn í mjölið. Saltið og piprið eftir smekk. Fylgið upplýsingum á pakkningu þar sem matreiðslutímar eru ólíkir eftir framleiðendum. Þegar polentan er orðin þykk takið hana af hitanum og hrærið smjörinu og ostinum saman við.

Skolið rækjurnar og þerrið með eldhúspappír. Steikið beikonið í lítilli pönnu þar til það hefur stökknað. Færið yfir á eldhúspappír og þerrið mestu fituna af. Setjið rækjurnar í beikonfitaða pönnuna og eldið þar til þær verða bleikar á litinn. Bætið sítrónusafa, steinselju, vorlauk, hvítlauk og beikoninu saman við. Eldið í 3 mínútur til viðbótar.

Ausið polentunni yfir á disk og toppið með rækjublöndunni. Berið fram strax.

Fyrir 4

3 athugasemdir Post a comment
 1. Salbjörg #

  Þetta virkar nú bara voða hollt og djúsí!

  11/10/2011
 2. Kjarngott og hollt ! Smúss!

  11/10/2011
 3. Þetta lítur ekkert smá vel út! Ég hugsa að ég prófi þennan rétt, þó svo að ég sé ekki mikill polentu aðdáandi.

  12/10/2011

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: