Skip to content

Lambalæri með blóðbergi, rjúpnalaufi og berjum

Tengdamóðir mín veit hvað hún syngur þegar kemur að því að matreiða lambalæri. Og þó að ég hafi fengið mörg góð læri yfir ævina þá verð ég að viðurkenna að nálgun hennar er skemmtileg, íslensk og einstaklega bragðgóð. Blóðbergið og rjúpnalaufið tíndum við á leiðinni niður úr fjallgöngu upp á Hestskarðshnjúk fyrir ofan Siglufjörð en berin voru fryst uppskera frá síðasta sumri. Ég fékk góðfúslegt leyfi hennar til að birta uppskrift að lambalærinu sem við grilluðum í bústaðnum Garði í sumar.

Íslenskt lambakjöt er svo ótrúlega bragðgott og meyrt og bragðið verður margfalt betra þegar það er grillað á kolagrilli og marinerað upp úr íslenskum fjallajurtum og berjum. Og þar sem það fer að líða að berjauppskeru þá hvet ég ykkur til þess að tína blóðberg og rjúpnalauf og nostra við gamla góða lambalærið. Auðvitað má svo nota annað sem ykkur dettur í hug í marineringuna, t.d. birkilauf og berjalyng.

Harpa byrjaði á því að fituhreinsa lærið svolítið en það er gott að rjúfa himnuna til að marineringin fari í kjötið sjálft en ekki bara fituna – það er nóg af fitu á lærinu þó eitthvað af henni sé hreinsað frá. Sem dæmi, þá skar hún 200 grömm af fitu af 3,5 kílógramma læri. Við hreinsuðum mold, mosa og rætur frá rjúpnalaufinu og blóðberginu og notuðum heilmikið því það þarf að hylja lærið alveg með berjum og kryddi. Salt og pipar fer á lærið áður en það fer á grillið því annars fer of mikill vökvi úr lærinu meðan það hvílist í marineringunni. Geyma má lærið í kryddhjúpnum í allt að sex daga.

Við vorum með óvenjustórt læri (3,5 kg) og miðast grilltíminn í uppskriftinni við það. Smærri læri þurfa minni tíma á grillinu.

Lambalæri með blóðbergi, rjúpnalaufi og berjum

(Uppskrift frá Hörpu Gylfadóttur)

 • rjúpnalauf, stór handfylli
 • krækiber, stór handfylli
 • bláber, stór handfylli
 • blóðberg, stór handfylli
 • 1 lambalæri (3,5 kg)
 • Ólívuolía
 • Sjávarsalt og ferskur malaður pipar

Aðferð:

Nuddið lambalærið alls staðar með smá ólívuólíu (þetta auðveldar kryddinu að festast við lærið).

Setjið helminginn af berjunum, rjúpnalaufinu og blóðberginu ofan á plastfilmu. Leggið lærið ofan á og þrýstið niður á kryddið og berin. Setjið hinn helminginn ofan á lærið og þrýstið því niður á það. Vefjið plastfilmu þétt utan um allt lærið. Þrýstið svo aðeins á lærið í gegnum plastið til að sprengja berin aðeins.

Setjið í kæli og marinerið í sólarhring til 6 daga. Því lengur sem það fær að hvílast því betra.

Takið plastfilmuna utan af lærinu þegar á að fara að grilla það og takið kryddlögin frá. Saltið lærið og piprið og vefjið álpappír utan um það allt saman. Leggið á heitt grill og eldið í 30 mínútur á hvorri hlið. Fjarlægið álpappírinn og grillið í 10 mínútur á hvorri hlið til viðbótar til að grilla húðina utan um lærið betur.

Sneiðið og berið fram með nýuppteknum kartöflum og fersku grænu salati.

Fyrir 8 – 10 manns

4 athugasemdir Post a comment
 1. Auður #

  Lítur dásamlega út!

  07/08/2011
 2. When I see your pictures I think I remember the taste of icelandic lamb :)

  08/08/2011

Trackbacks & Pingbacks

 1. Árið kvatt | Eldað í Vesturheimi
 2. Baka með mascarpone og ferskum bláberjum | Eldað í Vesturheimi

Færðu inn athugasemd við Steen Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: