Skip to content

Chiliolía

Chili

Ég skil stundum ekki alveg þessa – tiltölulega nýtilkomna – þörf mína fyrir að vera í eldhúsinu að malla í pottum. Ég er nefnilega alveg óttalega klaufsk. Þessi klaufaskapur er sérstaklega hættulegur líkama mínum og almennri vellíðan þegar ég sýsla við gashellur og funheita ofna. Í dag ætlaði ég að vera mjög sniðug og sauð vatn í potti til að sótthreinsa tómar sultukrukkur. Það endaði auðvitað þannig að þegar ég var að reyna að veiða eina krukkuna uppúr þá rann hún aftur í sjóðandi heitt vatnið og það slettist yfir mig alla. Ég hef því baðað mig upp úr Aloe Vera í allan dag og tel mig heppna að ekki hafi farið verr (því sjúkratryggingin mín hefur ekki gengið í gildi og læknisheimsókn kostar skrilljónir). En þetta er nú ekki beint einsdæmi. Ég á til dæmis mjög erfitt með að draga út ofnskúffur án þess að finna leið til að leggja putta eða kjúkur upp að eldbakaðri skúffunni (og já, ég nota ofnhanska). Jafn einfaldir hlutir og uppvask geta einnig farið úr böndunum og ég hef náð að brjóta glös og bolla við það eitt að færa hlutina frá vaski yfir á þurrkunargrind. Þetta hefur gert það að verkum að Elmar er stundum á nálum þegar hann fylgist með mér í eldhúsinu og kannski er það ekki skrítið. Ég meina, ef það hljómaði eins og maki minn væri að rífa niður eldhúsinnréttinguna þegar hann sagðist ætla að elda þá yrði ég örugglega svolítið sveitt um ennið líka.

Þannig að, þegar ég ákvað að búa til heimatilbúna chiliolíu þá ætlaði ég sko að vera við öllu reiðubúin. En þrátt fyrir að hafa klætt hendurnar í plastpoka þá náðu chilialdinin samt einhvernveginn í gegn sem gerði það að verkum að ég var með heljarinnar sviða í puttunum um kvöldið og ég náði fyrst að sofna þegar ég lá hálf fram úr rúminu með hendurnar í skál fyllta af köldu vatni og klökum. Lexía dagsins? Farið í að minnsta kosti fjóra latexhanska áður en þið hugsið um að fara að skera í svona mörg chilialdin. Kapíss?

Magn chilipipars fer alfarið eftir því hversu sterka olíu þú vilt búa til og það fer auðvitað líka eftir hvers konar chilipipar þú ert að nota. Ég notaði frekar sterka, litla og rauða (sjá mynd að ofan) sem gefa mjög góðan hita í olíuna. Ég notaði alveg heilmikið magn og ákvað að fræhreinsa ekki öll aldinin og það kom mjög vel út – ég hefði allaveganna ekki viljað nota færri. Olían er til dæmis mjög góð út á pasta, pítsur eða með ostum.

Chiliolía

  • 1 flaska ódýr ólívuolía
  • 35 lítil chillialdin, skorin í tvennt og fræhreinsuð (eða eftir smekk)

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C.

Hellið allri olíunni í eldfast mót og bætið chillipiparnum út í. Eldið í hálftíma og leyfið svo olíunni að kólna niður í hálftíma.

Þegar olían hefur kólnað færið hana aftur yfir í flöskuna. Merkið svo flöskuna eða setjið nokkur heil aldin út í.

Geymist í ca. mánuð í kæli.

One Comment Post a comment
  1. Inga Þórey #

    Þú ert nú meira kjánaprikið! :-D

    15/10/2010

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: