Skip to content

Svona byrjar þetta…

Þegar við fluttum til New York fyrir rétt rúmu ári síðan var ég hálf hrædd við eldhús – ekki bara mitt eldhús heldur öll eldhús. Það að elda fyrir aðra gerði mig einstaklega stressaða og ég var hrædd við að klúðra einföldustu hlutum og þurfa að bjóða fólki upp á óætan mat. Ég held að uppvask hafi verið það eina sem mér fannst ég geta leyst vel af hendi. En svo fluttum við til Bandaríkjanna og ég ákvað að hrista af mér þennan aumingjaskap og byrja að elda. Og ég var bara ekkert svo hræðileg! Núna er matreiðsla og það að hugsa um hráefni og aðferðir orðin stór hluti af mínu daglega lífi. Og er það vel…

Ég ætla því að skrifa hér sögur frá okkur í New York og hvað við erum að bauka í eldhúsinu. Með myndum, uppskriftum og öllu því sem skemmtilegt er (vonandi).

6 athugasemdir Post a comment
  1. Teitur Gylfason #

    Til hamingju með nýju síðuna þína. Ég er spenntur að sjá hvað þið munið malla í eldhúsinu ykkar.

    30/08/2010
  2. Embla #

    ég hlakka til að lesa sögurnar ;)

    30/08/2010
  3. Inga Þórey #

    Jei!

    30/08/2010
  4. Auður #

    Love it. Hlakka til að lesa um eldhúsævintýr ykkar!

    30/08/2010
  5. Salbjörg #

    Líst vel á þetta!!

    31/08/2010
  6. Kristín #

    Hæ og til hamingju með síðuna!
    Ég er alveg ótrúlega glöð að finna hana því við erum svei mér þá á sömu blaðsíðu hvað eldamennsku varðar! Ég er reyndar í smá veseni því það hefur sannast af slæmri reynslu á þessu heimili að börn eru hvað erfiðust rétt fyrir kvöldmat svo að ég fæ ekki mikinn frið í þetta nema Gústi sé heima til að halda liðinu uppteknu :P

    Ég öfunda þig svo rosalega af hráefninu sem þú getur keypt, ég get ekki beðið eftir því að flytja út bara þegar ég hugsa um grænmetismarkaðina og úrvalið í búðunum. Það virðist ómögulegt að kaupa asískar sósur án þess að þær innihaldi (bara) gervibragðefni. Einhvernveginn get ég ekki ímyndað mér að gerviostrusósa líkist alvöru ostrusósu…

    Allavega, ég verð fastagestur hér!

    Kv.
    Kristín

    13/09/2010

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: