Skip to content

Posts from the ‘Súpa’ Category

Frönsk lauksúpa

Samfara skyndilegri hitabylgju heima á Íslandi hefur hitinn hérna snarlækkað og ég hélt að andlitið ætlaði að frjósa af mér þegar ég hljóp upp á jógastöð í morgun. Við erum í þeirri leiðinlegu aðstöðu að geta ekki stjórnað hitanum inni í íbúðinni okkar, það er hitakútur í kjallaranum sem hitar allt húsið og við erum upp á náð húseigandans komin þegar það kemur að hitastigi í húsinu. Honum finnst greinilega ekki kominn tími á að setja kyndingu á fullt og því er Elmar búinn að flytja vinnuaðstöðu sína upp að ofninum og ég klæði mig í allar lopaflíkur sem ég finn inni í skáp. Við (lesist: Elmar) erum búin að stoppa upp í allar sprungur og glufur með dagblöðum og föndrað við leiðir til að einangra loftkælinguna (sem hleypir inn svellköldu lofti). Ég ákvað því í tilefni veturs og fimbulkulda að búa til ekta vetrarrétt – franska lauksúpu.

SJÁ UPPSKRIFT

Tómatsúpa

Ég bjó til tómatsúpu um daginn, hún var mjög bragðgóð og af því góða tilefni ætla ég að deila henni með ykkur. Haust og vetur bjóða auðvitað upp á heitar súpur og þar sem það er bæði tiltölulega auðvelt (og ódýrt) að matreiða þær, þá kannski ætti ég að hætta að gráta sumarið og finna jákvæða hluti við veturinn (dæs). Það allra besta samt við að borða súpur er að hafa nýbakað (eða upphitað) brauð og fullt af smjöri við hendina.

Það er ýmislegt sem mig langar til að prófa að breyta í þessari súpuuppskrift – eins ljúffeng og hún er samt. Ég væri til dæmis til í að saxa niður sellerí og chili og steikja með grænmetinu. Ég ætla svo að setja inn uppskrift að þessu brauði sem ég bakaði með við annað tækifæri, því það þurfti svo mikinn tíma og mikla umhyggju að ég treysti mér hreinlega ekki til að endurupplifa það alveg strax.

SJÁ UPPSKRIFT

%d bloggurum líkar þetta: