Skip to content

Posts from the ‘Pasta’ Category

Ofnbakaðar makkarónur með osti og tómötum

Ég hef lúmskan grun um að þessi réttur eigi eftir að verða næstum því vikulegur viðburður héðan í frá. Hann er einfaldur, fljótlegur, bragðgóður og við tvö getum átt hann í nesti, hádegismat og kvöldmat í a.m.k. tvo daga. Ég hef reyndar lengi ætlað mér að búa til ,,mac and cheese“ en hef veigrað mér við það þar sem venjulega er heilt tonn af rjóma og osti í því. Ekki það að ég elski ekki rjóma og ost, en mér finnst eiginlega of mikið af hinu góðu í hinu sérameríska ,,mac and cheese“. Ég rakst á þessa uppskrift í Jamie’s Dinners – sem er æðisleg matreiðslubók – og er búin að ætla mér að elda upp úr henni lengi. Núna vildi ég bara óska að ég hefði ekki beðið svona lengi með það. Ég vil svo benda á að það er hægt að er gera þetta að grænmetisrétti með því að sleppa ansjósuflökunum.

SJÁ UPPSKRIFT

%d bloggurum líkar þetta: