Skip to content

Vikulok

Vikulokin eru stutt hjá mér þessa vikuna. Einhvern veginn hefur mér fundist tíminn fljúga frá mér án þess að ég viti hvað ég er að gera við hann. Það snjóaði í gær og ég hesthúsaði í mig heilu súkkulaðistykki á meðan ég horfði hrygg á litlar flygsur falla til jarðar. Erum við ekki öll sammála um að vorið megi fara að koma?

Hér eru nokkrir hlutir sem ég rakst á í vikunni og hef ekki hætt að hugsa um.

Þessi morgunmatur hjá Cressidu á The Standard of Taste. Truffluolía, reyktur lax og kartöflur, já takk!

Kaffismiðja Íslands er uppáhaldskaffihúsið mitt á Íslandi. Mér fannst þessi ljósmyndafærsla því afskaplega skemmtileg.

Mig langar í þennan kokkteil.

Vonandi áttuð þið góða viku!

2 athugasemdir Post a comment
  1. Rosa Kristin #

    það er svo gaman og „inspírerandi“ að lesa færslurnar þínar. Ætla að prófa nákvæmlega þennan morgunmat með reyktum laxi/silungi og kartöflukökum. Vona bara að truffluolían mín sé ekki farin að þrána..Bestu kveðjur frá kaldri Salzburg

    17/03/2013
    • Takk Rósa! Vonandi fer að hlýna hjá ykkur líka. Ótrúlegt hvað veturinn er ár er þrjóskur.

      22/03/2013

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: