Skip to content

Pasta með ,butternut’graskeri og salvíu

Mér finnst alltaf gaman að prófa nýja pastarétti. Ég er orðin mjög hrifin af þeim réttum sem krefjast fárra hráefna og eru því ódýrir en matarmiklir og einfaldir í framkvæmd. Ég keypti stórt butternut grasker um daginn og eldaði þennan pastarétt úr febrúarheftri Bon Appétit. Afganginn af graskerinu nýtti ég svo í hálfa uppskrift af þessari súpu. Pastað og súpan var nægur matur fyrir okkur í fjóra daga og ég klappaði sjálfri mér á bakið fyrir hagsýnina (það fer ekki alltaf mikið fyrir henni hjá mér þegar kemur að mat).

Við vorum hrifin af þessu pasta með slatta af rifnum parmesanosti, nýmöluðum svörtum pipar og örlitlu sjávarsalti stráð yfir. Upprunalega uppskriftin notar pastategundina fiorentini, ég notaði campanelle en þar sem ég held að úrval á pastategundum sé takmarkað á Íslandi þá er sniðugast að nota skrúfur í staðinn þannig að rifna graskerið loði vel við pastað.

Pasta með ,butternut’graskeri og salvíu

(Uppskrift frá Bon Appétit, febrúar 2013)

 • 2 msk ólívuolía
 • 20 g smjör, ósaltað
 • 5 bollar [800 g] butternut-grasker*, skrælt og fræin hreinsuð frá, rifið með grófu rifjárni (matvinnsluvél með rifjárni gerir þetta auðvelt)
 • 1/4 bolli salvíulauf, skorin í þunnar ræmur
 • 450 g pasta, t.d. skrúfur
 • Salt
 • 1/2 bolli rifinn parmesanostur, og aðeins meira til að bera fram með pastanu

*Þetta var hálft stórt grasker.

Aðferð:

Eldið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Geymið 2 bolla af pastavatninu þegar því er hellt frá.

Hitið olíu og smjör í stórum potti yfir meðalháum hita. Setjið graskerið út í ásamt salvíunni og steikið í 2 til 3 mínútur.

Bætið pasta og hálfum bolla af pastavatninu saman við graskerið. Eldið yfir meðalháum hita og haldið áfram að bæta við smá pastavatni þar til graskerið loðir við pastað. Hrærið parmesanostinum saman við.

Berið fram með nýmöluðum pipar og parmesanosti.

Fyrir 4 – 5

Prenta uppskrift 

3 athugasemdir Post a comment
 1. looks great!

  12/03/2013
 2. Ég keypti einmitt 2 butternut squash um daginn, gerði súpu úr einu og svo ofsalega góðan grænmetisrétt úr hinu þar sem var líka salvía. Passar svo ofsalega vel saman. Ég á smá afgang, aldrei að vita nema ég prófi þetta pasta sem lítur rosalega vel út!

  13/03/2013

Trackbacks & Pingbacks

 1. Torta di Pere [Perukaka með dökku súkkulaði] | Eldað í Vesturheimi

Færðu inn athugasemd við Ásdís Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: