Skip to content

Vikulok

Þórdís Yrja vex og dafnar á ótrúlegum hraða (myndin hér að ofan var tekin þegar hún var fjögurra vikna gömul). Hún er farin að smakka mat og ég verð að viðurkenna að ég er búin að hlakka mikið til þessa tíma. Ég er því farin að lesa mér aðeins til og hafði gagn og gaman af færslunni hennar Soffíu (Húsið við sjóinn). Við erum auðvitað mjög heppin með aðgang að góðum matvælum en það er margt sem ber að varast. Ekki er allt sem sýnist í matarmenningunni hérna í Bandaríkjunum og framleiðendur hafa ekki vílað fyrir sér með að markaðsetja ýmsan óþverra sem barnamat. Ég keypti fullt af lífrænum eplum af bændamarkaðinum um daginn og sauð niður eplamauk sem ég svo frysti í klakaboxum handa Þórdísi. Ég styðst mikið við síðuna sem Deb skrifaði þegar strákurinn hennar var lítill – þar eru uppskriftir og leiðbeiningar um tæki og tól.

Hverfið okkar og nærliggjandi Crown Heights hverfið eru orðin svo afskaplega hipp og kúl að við höfum ekki undan að prófa ný kaffihús. Eftir að Elmar las sér til um nýlegan stað rétt hjá okkur ákváðum við að fara í smá könnunarleiðangur. Crosby Coffee er ofboðslega fallegt, bjart og notalegt kaffihús með mjög góðu kaffi. Ég tók þessa einu mynd en Alice Gao á Lingered Upon hefur myndað það mun betur.

Það snjóaði líka hjá okkur fyrir helgi og ég held í vonina um að þetta sé síðasta snjókoma vetrarins.

Ég er svo þakklát fyrir að geta streymt íslenska útvarpsþætti frá RÚV. Ég hef hlustað á Morgunstund með KK yfir fyrsta kaffibollanum mínum undanfarna morgna og það kemur deginum þægilega í gang.

Lagið  Wild is the Wind með Ninu Simone er búið að vera í sífelldri endurspilun hjá mér.

Vonandi áttuð þið góða viku!

4 athugasemdir Post a comment
 1. Er ekki komið nóg af snjó hjá ykkur! Ég var að velta einu fyrir mér er kale, grænkál á okkar ylhýra?

  kveðja, Erla

  11/03/2013
  • Ugh jú! Svo mikill snjór Erla :( Og kale er grænkál. En ég veit ekki alveg hvaða afbrigði af grænkáli við erum með á Íslandi.

   11/03/2013
   • Kjörbúðin okkar er alltaf að ota grænkáli að viðskiptavinum sínum en mér finnst það bara svo ólystugt að ég hef ekki lagt í það en ákvað í dag að hætta að vera 5 ára, kaupa það og allavegana smakka það. -erla

    11/03/2013
   • Haha, þú ert fyndin. Grænkál er alveg frekar fullorðins. Og ég elska orðið ,kjörbúð’.

    11/03/2013

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: