Vikulok
Það vantar svolítið mikið upp á að ég geti galdrað fram góða kokkteila án þess að leggjast í rannóknir eða halda mig við eitthvað klassískt. Um daginn blandaði ég mér Dark and Stormy – romm í engiferbjór með límónu – og ég hef sjaldan grett mig eins mikið við hvern sopa. Mér fannst þetta sérstaklega leiðinlegt þar sem í drykkinn fór skemmtilegt romm sem vinkona mín gaf mér þegar hún kom frá Dóminíska Lýðveldinu.
Þegar ég sit á kaffihúsinu og reyni að læra þá hlusta ég yfirleitt alltaf á sömu tónlistina. Ég prófaði að hlusta á nýjustu plötu Sin Fang um daginn og hún hefur verið í reglulegri spilun síðan. Ég lyftist upp þegar þetta lag fer af stað.
Ég er búin að merkja við nokkrar uppskriftir á öðrum matarbloggum sem ég er mjög spennt fyrir að prófa á næstunni.
Þetta kókosgranóla.
Þessi drykkur.
Þessi kaka.
Ég er svo hrifin af brúnum sem tengja Brooklyn við Manhattan. Þær eru myndrænar í hvaða veðri sem er. Mér þykir sérstaklega vænt um Manhattanbrúna en lestin sem við ferðumst oftast með fer yfir hana og maður fær oft fallegt útsýni yfir flóann, Frelsisstyttuna og neðri hluta Manhattan. Skemmtileg tilbreyting frá því að vera í dimmum lestargöngum.
Vonandi áttuð þið góða viku!
[Í röð: Brooklynbrúin, Manhattanbrúin, Williamsburgbrúin]