Skip to content

Ofnsteiktur kjúklingur með sítrónu, kartöflum og beikoni

Það er alveg ótrúlega margt sem hægt er að gera ókeypis, eða að minsta kosti mjög ódýrt, í New York. Eitt af því skemmtilegra er að fara í ferjuna sem siglir á milli Manhattan og Staten Island (ókeypis), kaupa bjór í veitingasölunni (ódýrt), skella sér út á dekk og  verða vitni að fínasta útsýni yfir suðurodd Manhattan og njóta þess að sigla fram hjá Frelsisstyttunni með bauk í annarri og flögupoka í hinni.

Það er orðið hvasst og kalt hjá okkur og þá er alltaf gott að hafa afsökun til að hanga inni í eldhúsi að dedúa við góðan, hægeldaðan kvöldmat. Ég rakst á þessa uppskrift í bók eftir Jamie Oliver og hef bara breytt henni lítillega. Mér finnst mjög gott að nudda smjöri á milli bringukjöts og húðar til að forða því að bringan verði of þurr. Þessi uppskrift er alveg frábær (lofa!). Sítrónubragðið er mjög áberandi í bringukjötinu og beikonið er ó-svo gott með bæði kartöflunum og kjúklingakjötinu. Ég prófaði (í fyrsta sinn) að nota lífrænan hvítlauk sem kemur beint frá bóndabýli rétt fyrir utan borgina og hann var alveg magnaður. Rifin voru mjög stór og í þessum eina lauk voru aðeins fjögur rif. Ef kjúklingurinn ykkar er aðeins minni eða stærri heldur en sá í þessari uppskrift þá er bara gott að miða við að fyrir hvert kíló af kjúklingi þá þarf að elda hann í 40-45 mínútur. Mér fannst eiginlega of mikið magn af kartöflum í réttinum, þannig að ef þið fáið það á tilfinninguna að þetta sé of mikið af kartöflum fyrir ykkar smekk…þá er það líklega rétt. Ég geri mér líka grein fyrir því að myndin hér að neðan er ef til vill ekki sú lystugasta í þessum sarpi en það gerir réttinn ekki verri.

Ofnsteiktur kjúklingur með sítrónu, kartöflum og beikoni

(Jamie Oliver: Jamie’s Dinners)

  • 2 kg kjúklingur
  • Gott salt og ferskur, nýmalaður pipar
  • 2 kg kartöflum, skrældar
  • 1 stór sítróna
  • 1 heill hvítlaukur, rifin tekin í sundur
  • 1 handfylli af tímían
  • Ólívuolía
  • 30 g smjör, við stofuhita
  • 1 handfylli af rósmarínlaufum
  • 8 beikonsneiðar

Aðferð:

Nuddið allan kjúklinginn með salti og pipar. Það er best að gera þetta um morguninn og leyfa kjúklingnum að taka við kryddinu áður en hann er eldaður. Hyljið með plastfilmu og setjið í kæli.

Stillið ofninn á 200°C.

Setjið pott með saltvatni yfir hita og látið sjóða. Skerið kartöflurnar niður í bita (á stærð við golfkúlur) og setjið í pottinn ásamt sítrónunni og hvítlauknum. Sjóðið í ca. 12 mínútur. Síið vatnið frá og leyfið kartöflunum að standa í eina til tvær mínútur. Fjarlægið síðan sítrónuna og hvítlauksgeirana. Setjið kartöflurnar aftur í pottinn og hristið þangað til að þær verða svolítið grófar.

Gerið átta til tíu göt í sítrónuna meðan hún er ennþá heit (varlega!). Takið kjúklinginn úr ísskápnum og þerrið hann með eldhúspappír og nuddið hann allan með ólívuolíu. Farið með fingurna undir bringuhúðina og leysið húðina varlega frá bringunni, setjið smjörið þarna á milli og dreifið jafnt með því að nudda það til. Þrýstið hvítlauknum, sítrónunni og tímíaninu inn í holrúmið á kjúklingnum. Setjið kjúklinginn í eldfast mót og stingið inn í forhitaðan ofninn. Eldið í 45 mínútur.

Takið kjúklinginn úr ofninum og færið hann úr mótinu yfir á disk. Hann ætti að skilja eftir sig töluvert magn af fitu í mótinu, skellið kartöflunum í mótið ásamt rósmarínlaufunum og veltið uppúr fitunni svo að kartöflurnar eru makaðar fitu. Búið til holu í miðju mótsins og færið kjúklinginn aftur yfir. Leggið beikonsneiðarnar yfir bringuna og setjið kjúklinginn aftur inn í ofninn.

Eldið í ca. 45 mínútur eða þangað til að kartöflurnar verða gylltar og kjúklingurinn fulleldaður.

Takið úr ofninum. Myljið beikonið yfir kartöflurnar, fjarlægið sítrónuna og hvítlaukinn úr kviðarholinu og þrýstið hvítlauknum úr hýðinu og makið yfir kjúklinginn. Hendið sítrónunni og tímíaninu.

fyrir 4

6 athugasemdir Post a comment
  1. Emmi #

    Namm!

    16/10/2010
  2. Ottó #

    Inamm!

    16/10/2010
  3. Guðný Ebba #

    Elska að Elmar er alltaf fyrstur að kommenta, haha! NAMM!

    HLAKKA TIL AÐ SJÁ YKKUR! x

    17/10/2010
  4. Salbjörg #

    Þessi réttur er æðislegur! Ég var svo manísk fyrir nokkrum vikum, eldaði þennan rétt 3 daga í röð…klikkuð kona. Reyndar mínus beikon :O

    17/10/2010
  5. Þora frænka #

    Ju – þetta er mjög girnilegt a myndinni. Prenta ut fyrir Önnu Guðnyju og Gumma sem eru stödd her að horfa a Liverpool tapa i nyja haskerpusjonvarpinu hann Hallgrims!

    17/10/2010
  6. Þora frænka #

    P.S.
    Vantar prenthnapp a siðuna til þess að maður geti eingöngu prentað ut uppskriftina m/myndum!

    17/10/2010

Færðu inn athugasemd við Salbjörg Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: