Skip to content

Posts from the ‘Salat’ Category

Cobb salat

Það er orðið ansi langt síðan ég setti inn færslu síðast en ég hef afsökun! Við hjónin flúðum hitann í New York og fórum til New England með vinum okkar. Þau leigja hús í Hanover í New Hampshire (þar sem Dartmouth háskólinn er) og við vorum þar í einstaklega góðu yfirlæti í einu stærsta húsi sem ég hef komið inní. Við hjóluðum um Vermont, fórum í fjallgöngu, heimsóttum fæðingarstað Jospephs Smiths Jr. (stofnanda Mormónakirkjunnar) og fórum í brugghús. Við borðuðum heilan helling af maís og ég verð að segja að sá maís sem ég hef verið að borða sem krakki á Íslandi er eitthvað allt annað. Maísinn þarna var svo ferskur – enda fengum við hann beint af ekrunni – hann var sætur með hnetukeim og algjört lostæti, ólíkt þessu svínafóðri sem við fáum heima.

Bandaríkin eru einstaklega áhugaverður staður og það er margt svo sláandi ólíkt því sem við þekkjum í Evrópu. Bandaríkjamenn taka til dæmis ,frelsið’ sitt mjög alvarlega og þetta var sérstaklega augljóst þegar við vorum í New Hampshire. Allir bílar sem skráðir eru í því fylki hafa númeraplötu sem bera þessi einkunnarorð:

Hitinn í borginni hefur lítið sem ekkert lækkað, sólin skín og á daginn fer hitinn ekki undir þrjátíu gráðurnar. Ég var samt sem áður mjög svöng í gær og ákvað þess vegna að búa til matarmikið salat. Ég hef oft fengið Cobb salat hjá pabba mínum og það er alveg himneskt. Með uppskriftina frá honum og uppskrift sem ég fann á Smitten Kitchen til hliðsjónar bjó ég til alveg svaðalega gott salat. Cobb salatið var fyrst búið til á fjórða áratugnum á veitingastað í Hollywood og var nefnt eftir eiganda staðarins, Mr. Robert Cobb. Ég held sjálf að þetta salat geti ekki klikkað enda er það samansett af svo bragðgóðu hréfni. Ég meina, það er beikon í þessu! Þetta tók okkur svolítinn tíma að undirbúa en við vorum ekkert mjög skipulögð í gærkvöldi. Það er best að byrja á að steikja kjúklinginn (hann þarf að kólna áður en honum er bætt út í salatið) og harðsjóða eggin.

SJÁ UPPSKRIFT

%d bloggurum líkar þetta: