Skip to content

Posts from the ‘Egg’ Category

Asísk steikt hrísgrjón með spældu eggi

Í dag kom viðgerðarmaðurinn og gerði við uppþvottavélina, mér til mikillar ánægju. Það er fátt sem mér finnst eins leiðinlegt eftir góða kvöldmáltíð og að þurfa að vaska upp heilan helling af diskum, brettum, skálum, pönnum og pottum. Lífsgæði mín hafa því aukist til muna og það lá við að ég rauk upp um hálsinn á grey manninum þegar hann tilkynnti mér að vélin væri farin að virka. Ég kvaddi hann með sparibrosinu mínu og fór að hlaða í vélina leirtaui sem ég hafði ekki nennt að vaska upp kvöldið áður í þeirri veiku von að blessuð vélin hrykki í gang.

Eldavélin fór aftur á móti að virka í gærkvöldi (þetta er allt mjög dularfullt) og ég greip því tækifærið og bjó til asískan hrísgrjónarétt sem er bæði einfaldur og einstaklega ljúffengur. Ef þið eigið afgangshrísgrjón í ísskápnum þá verður þessi réttur ennþá einfaldari og fljótlegri fyrir vikið. Ég hef reyndar oftast notað nýsoðin hrísgrjón en það veldur því að hrísgrjónin verða aðeins of blaut. Dagsgömul hrísgrjón eru best í réttinn því þau hafa tapað vökva og rétturinn verður þá ekki eins grautkenndur.

SJÁ UPPSKRIFT

%d bloggurum líkar þetta: