Skip to content

Síðasta færslan úr Vesturheimi

Þetta er síðasta færslan mín úr Vesturheimi. Ég byrjaði að skrifa í ágúst 2010 þegar ég sá fram á langvarandi atvinnu- og athafnaleysi. Bloggið var eiginlega skapað fyrir fjölskyldu og vini sem vildu fá að fylgjast með hvað við værum að dunda okkur við hérna úti. Það kom mér því mjög skemmtilega á óvart þegar ég fékk fyrstu athugasemdirnar frá fólki sem ég hafði aldrei hitt áður. Að skrifa blogg er nefnilega stundum eins og að hugsa upphátt og vona að einhver sé að leggja við hlustir.

Bloggið var, í huga mér, alltaf bundið við dvöl okkar hérna úti. Leið til að tengja sjálfa mig heim til Íslands í gegnum mat og skrif. Mér líður því eins og ég standi á vissum tímamótum og þarf að átta mig á hvort að innblásturinn til að skrifa verði sá hinn sami þegar heim kemur. Ég ætla því að taka mér smá pásu frá bloggskrifum, einbeita mér að því að koma okkur fyrir heima og njóta þess að vera í kringum fjölskyldu og góða vini.

Takk kærlega fyrir allan stuðninginn síðustu ár og mikið vona ég að þið lítið við þegar ég fer að hamra á lyklaborðið aftur.

12 athugasemdir Post a comment
  1. Sigríður Hrafnhildur Jónsdóttir #

    Vonandi verða þínar frábæru uppskriftir áfram aðgengilegar, þótt þú hættir að blogga

    14/07/2013
  2. Vonandi hættir þú ekkert að blogga og leyfir okkur að njóta uppskrifta þinna eða hvað annað svo sem þér dettur í hug að skrifa um. Það sem ég uppgvötaði við að blogga eru þessi dásamlegu tengsl við annað fólk sem bloggar sem einmitt er ókunnugt en fer að verða kunnuglegt…. Góða heimför! Hlakka til að lesa meira :-)

    14/07/2013
  3. Þóra frænka #

    Komdu fagnandi

    14/07/2013
  4. Harpa #

    Góða ferð heim til Íslands.
    Ég hef fylgst með þér síðustu ár og hrifist af skrifum þínum, sérstaklega þar sem þú ert gjörn á að prófa svo algjörlega ótrúlega hluti í matargerðinni!
    Vonandi heldur þú áfram þegar heim er komið.

    14/07/2013
  5. Sigríður Ragnarsdóttie #

    Vð hlökkum til að sjá ykkur kæra fjölskylda

    14/07/2013
  6. Ég vona innilega að þú haldir áfram að skrifa þegar heim er komið :) Góða ferð og gangi ykkur vel á þessum tímamótum!

    15/07/2013
  7. Gyða Lóa #

    Mikið vona ég að þú snúir aftur! Síðan þín er alveg frábær og uppskriftirnar hver annarri girnilegri.
    Bestu kveðjur

    15/07/2013
  8. Ásdís #

    Takk fyrir dasamlegan innblástur síðustu ár, þetta er hiklaust eitt besta íslenska bloggið! Vonandi heldurðu áfram og goða ferð heim!

    15/07/2013
  9. Eybjörg #

    Takk fyrir hugmyndirnar og innblásturinn á síðustu árum. Gangi ykkur sem best hér heima og ég vona að þú haldir áfram héðan frá Fróni

    15/07/2013
  10. Ruth #

    Þakka þér fyrir frábært blogg og skemmtilegt. Ég hef kynnst mörgum nýjum matarstraumum síðan ég byrjaði að fylgjast með blogginu þínu. Innblástur sem ég á eftir að sakna. Gangi ykkur allt í haginn og vonandi tekur þú upp þráðinn að nýju fyrr en síðar.

    15/07/2013
  11. Lilja #

    Takk kærlega fyrir skemmtilegt, innihaldsríkt, skothelt og bragðgott blogg. Ég tengi uppskriftir frá þér við ýmsa viðburði í mínu lífi.. T.d. súkkulaði- og banana“brauðið“ sem ég gerði á síðustu dögum meðgöngu (til að eiga í frysti fyrir hugsanlega gesti). Ég át það sjálf -fyrir utan þessa einu sneið sem mamma fékk eftir að hafa flogið yfir haf til að hitta litlu fjölskylduna! Og nú síðast í sumar, þegar besta vinkona mín bað mig um að baka gulrótarkökuNA fyrir brúðkaupið hennar.

    Legg nú ekki meira á þig.

    Þau fengu þessa köku í afmæli dótturinnar (sem fékk „brauðið“ fyrrnefnda í móðurkviði) og gátu ekki hætt að dásama hana. Kakan rann ljúflega niður í brullaupsgesti og ég gladdist meira en góðu hófi gegndi þegar ég sá fólk fara 3ju ferðina eftir köku -því maturinn í þessu tiltekna brúðkaupi var UNAÐUR og því ekki hægt að kenna því um að fólk væri svangt þegar kom að eftirréttinum..! Því segi ég aftur: Takk fyrir frábært blogg. Ég tengi það bara gleðistundum í mínu lífi :)

    15/08/2013
    • Vá Lilja! Ég get ekki sagt hvað þessi orð glöddu mig mikið. Það er svo skemmtilegt að heyra frá því að fólk hafi getað nýtt uppskriftir sem ég hef sett á internetið. Takk kærlega fyrir að segja mér frá þessu. Þú ert nú meiri snillingurinn :)

      18/08/2013

Færðu inn athugasemd við Ásdís Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: