Skip to content

Vikulok

Það kólnaði hjá okkur og ég greip tækifærið og bakaði klassíska skúffuköku (í fyrsta skiptið á ævinni). Uppskriftina fékk ég hjá Ljúfmetis-Svövu og hún heppnaðist mjög vel. Kakan var borðuð með góðri vinkonu okkar á meðan við syrgðum umhverfisráðuneytið og veltum fyrir okkur hver staða umhverfisverndar á Íslandi verður eftir fjögur ár. Svona í bland við önnur gleðilegri og minna alvarleg umræðuefni.

Árni vinur minn vann hörðum höndum ásamt góðu fólki að sjónvarpsþætti sem nú hefur hafið göngu sína á Stöð 2. Hið blómlega bú er sýnt á miðvikudagskvöldum og ég hlakka til að sjá upptökur af þáttunum þegar ég kem heim í sumar.

vikulok9

Mig langar á þennan markað og kaupa ósköpin öll af blómum og gömlum eldhúsvarningi.

Ég er búin að hlusta á þessa upptöku af Lay Low stanslaust. Lagið kemur mér í skemmtilegan sumarfíling.

Vonandi áttuð þið góða viku!

2 athugasemdir Post a comment
  1. Held að staðan verði ekkert goð eftir fjögur ar. Það hefur verið mjög sorglegt að hlyða a kvöldfrettirnar siðustu daga.

    26/05/2013
  2. Þóra frænka #

    Mikið er hún sköllótta frænka mín fín – minnir nokkuð á móðurina.

    27/05/2013

Skildu eftir svar við Þóra frænka Hætta við svar