Skip to content

Posts tagged ‘Áfengi’

Mojito með sítrónugrasi

Systir mín er í heimsókn. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hún kemur til okkar í heimsókn en hún virðist alltaf eiga því óláni að fagna að hitta á afskaplega leiðinlegt veðurtímabil í borginni. Þegar hún kom fyrst til okkar þá var svo mikill fimbulkuldi að það þurfti járnvilja til að vera úti í lengri tíma. Í þetta skipti hefur eitt risastórt rigningarský hangið yfir okkur og sólin hefur ekki látið sjá sig frá deginum sem hún lenti á flugvellinum. Við örkum því göturnar í bleytu og kulda, skýlum okkur undir regnhlíf og reynum að láta veðrið ekki á okkur fá. Ég var samt alveg búin að fá nóg um daginn og ákvað því að búa til sumarhanastél handa okkur systrunum – svona til að búa til smá blekkingu um að sumarið væri í raun að gægjast inn til okkar.

SJÁ UPPSKRIFT

%d bloggurum líkar þetta: