Skip to content

Posts from the ‘Möffins’ Category

Bláberjamöffins

Ég var að vonast til að einn fylgifiskur ,ástandsins’ yrði að ég myndi bara vilja borða brokkolí, spínat og ost í öll mál. Mér varð ekki að ósk minni og í staðinn er ég að berjast við ákafa löngun í rjómaís, kartöfluflögur og súkkulaði – helst saman. Ferðirnar í ísbúðina okkar, Ample Hills Creamery, og í ískælinn í búðinni hjá gamla kóreska manninum eru orðnar alltof alltof margar og ég held – þegar þetta verður allt yfirstaðið – að ég muni ekki einu sinni geta horft í áttina að ísbúð. En bara kannski.

Undanfarið er mig líka búið að langa mikið í bakkelsi með daglega tebollanum mínum og þegar ég gaf loks undan lönguninni og lét Elmar koma heim með bláberjamöffin frá kaffihúsinu þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Kakan var of stór, of þurr og með of lítið af bláberjum. Og þegar kemur að bakstri þá virðist það alltaf vera satt að það er langbest að gera þetta bara sjálf.

Það tekur bara klukkutíma að búa til þessi tilteknu möffins, þau eru smekkfull af bláberjum (ég notaði frosin því að bláberin eru ekki komin á markaðinn ennþá) og eru himnesk volg og nýbökuð.

SJÁ UPPSKRIFT

%d bloggurum líkar þetta: