Skip to content

Tómatsúpa

Ég bjó til tómatsúpu um daginn, hún var mjög bragðgóð og af því góða tilefni ætla ég að deila henni með ykkur. Haust og vetur bjóða auðvitað upp á heitar súpur og þar sem það er bæði tiltölulega auðvelt (og ódýrt) að matreiða þær, þá kannski ætti ég að hætta að gráta sumarið og finna jákvæða hluti við veturinn (dæs). Það allra besta samt við að borða súpur er að hafa nýbakað (eða upphitað) brauð og fullt af smjöri við hendina.

Það er ýmislegt sem mig langar til að prófa að breyta í þessari súpuuppskrift – eins ljúffeng og hún er samt. Ég væri til dæmis til í að saxa niður sellerí og chili og steikja með grænmetinu. Ég ætla svo að setja inn uppskrift að þessu brauði sem ég bakaði með við annað tækifæri, því það þurfti svo mikinn tíma og mikla umhyggju að ég treysti mér hreinlega ekki til að endurupplifa það alveg strax.

Tómatsúpa

(Breytt útgáfa frá Jamie Oliver: Jamie’s Dinners)

  • 1 laukur, saxaður
  • 1 hvítlauksrif, saxað
  • 1 gulrót, rifin
  • Handfylli af basilíku, lauf rifin af og stilkar saxaðir
  • Ólívuolía
  • 3 msk rjómi
  • 1/2 tsk rauðvínsedik
  • 1 eggjarauða
  • 600 g tómatar, vel þroskaðir
  • 500 ml kjúklinga- eða grænmetissoð
  • Salt og pipar

Aðferð:

Hitið ólívuolíu í potti. Setjið lauk, hvítlauk, gulrót og basilíkustilka út í pottinn, hyljið og leyfið hráefninu að malla við lágan hita í ca. 20 mínútur. Hrærið af og til.

Hrærið saman rjóma, ediki og eggjarauðu í lítilli skál og setjið til hliðar.

Takið hýðið af tómötunum með þessari aðferð: Skerið ‘x’ í tómatana og setjið þá í pott með sjóðandi vatni, leyfið þeim að liggja í vatninu í 30 – 40 sekúndur. Veiðið tómatana upp úr og þá ætti hýðið að renna af auðveldlega. Hendið hýðinu og grófsaxið tómatana.

Bætið tómötunum saman við grænmetið. Hellið soðinu út í og leyfið þessu að malla í svona 20 mínútur.

Setjið súpuna í matvinnsluvél eða notið töfrasprota til að mauka hana. Færið hana svo aftur í pottinn, náið upp hægri suðu og saltið og piprið eftir smekk.

Leyfið súpunni að kólna aðeins (annars eldast eggjarauðan) og bætið svo rjómablöndunni út í súpuna og hrærið saman. Rífið svo niður basilíkulauf og dreifið ofan á.

fyrir 3 – 4

9 athugasemdir Post a comment
  1. Emmi #

    Jibbí

    18/10/2010
  2. Gretar Amazeen #

    Thessi litur vel ut. Thad er otrulegt hvad graenmeti + tofrasproti getur gert godar supur fyrir litinn pening.

    18/10/2010
  3. Teitur #

    Þessa súpu líst mér vel á og mun elda. Ég hugsa að smá celery mundi ekki spilla og chili mun gefa þessu smá kick. Síðan gæti ég hugsað mér að setja smá tómatpúrru út í ef ég vildi ná aðeins sætu tómatbragði en mundi nota trial and error aðferð við að fullkomna það.

    19/10/2010
  4. Guðný Ebba #

    haha, Elmar!

    19/10/2010
  5. Það þarf reyndar ekki tómatpúrru í súpuna því hún er frekar sæt fyrir. Hún ætti allaveganna að vera það ef að tómatarnir eru vel þroskaðir og hýðið er tekið af. Annars gæti hún þurft smá hjálp :)

    19/10/2010
  6. Embla #

    NANNA ÞÓ!!! Það er margt æðislegt við veturinn!!

    20/10/2010
  7. Inga Þórey #

    Namm! Ætla að prófa þessa við tækifæri – var líka að eignast hinn fullkomna súpupott :-)

    21/10/2010
  8. Jenný #

    mmmm! girnileg :) Hlakka til að prófa þessa uppskrift!

    27/10/2010

Trackbacks & Pingbacks

  1. Gúrmeti úr Vesturheimi | leeeeuk

Færðu inn athugasemd við Embla Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: