Skip to content

Posts from the ‘Karamella’ Category

Pekanbitar með karamellu

Við héldum upp á Þakkargjörðarhátíðina um helgina heima hjá foreldrum mínum. Í rauninni þjófstörtuðum við hátíðinni þar sem hún er haldin síðasta fimmtudaginn í nóvember í Bandaríkjunum og enn er rúmur mánuður í það. En þar sem við fjölskyldan verðum farin aftur vestur um haf eftir örfáar vikur og vorum fjarri góðu gamni í fyrra þá var ákveðið að taka forskot á sæluna. Pabbi matreiddi kalkún, fyllingu og sósu, ég sá um þessa pekanbita og salat, og Embla bjó til bökuð epli í eftirmat (sjá uppskrift hér). Kvöldmaturinn var því með besta móti og sú litla gerði foreldrum sínum þann greiða að sofa í gegnum borðhaldið.

Ég ætla því að nýta tækifærið og setja inn uppskriftir að matnum á næstu dögum ef svo skyldi vera að einhverjir freistast til að halda uppá Þakkargjörðarhátíðina og vantar hugmyndir að matseðli kvöldsins. Ég byrja í raun í vitlausri röð þar sem þessir pekanbitar voru í eftirrétt með kaffinu. Þetta eiga í raun að vera kökubitar en þar sem þeir eru dísætir (og afar hitaeiningaríkir) þá ákvað ég að skera kökuna í litla munnbita og bjóða upp á sem konfekt. Uppskriftina fann ég á Smitten Kitchen en ég  hef minnkað hana og breytt aðeins eftir mínum smekkk. Bitarnir eru einstaklega góðir – botninn er smjörmikill og eilítið mjúkur, söxuðum pekanhnetum er velt upp úr hunangskaramellu og dreift yfir – og útkoman er syndsamleg.

SJÁ UPPSKRIFT

%d bloggurum líkar þetta: