Skip to content

Granóla með kókos og möndlum

Ég er búin að borða hafragraut á hverjum morgni í metlangan tíma. Hafragrautur er frábær og ódýr leið til að byrja daginn og býður upp á ótalmarga möguleika – Elmar fær sér graut með frosnum bláberjum, ég fæ mér með hunangi og hnetum, og á sumrin þá fáum við okkur fersk ber út á grautinn. Lífið er dottið í ákveðna rútínu, vetrargráminn hangir yfir borginni og berst ötullega gegn vorinu. Ég tók því ákvörðun um að breyta aðeins til og búa til granóla til að borða í morgunmat.

Þetta granóla er frekar sætt (ég ætla að minnka aðeins sykurmagnið þegar ég bý það til næst) en það er líka stórgott. Kakó, kókos, möndlum og höfrum er velt upp úr hunangskaramellu og látið ristast í ofni þar til það verður stökkt og gullið. Ég borða það á morgnana með grískri jógúrt og stelst til að sáldra því yfir rjómaís á kvöldin. Svolítið syndsamlegt en ágætis huggun á meðan ég bíð eftir vorinu.

Granóla með kókos og möndlum

(Breytt uppskrift frá Joy Wilson: Joy the Baker Cookbook)

  • 4 bollar tröllahafrar
  • 1 bolli heilar eða sneiddar möndlur
  • 1 bolli rifinn kókos
  • 1.5 tsk kanilduft
  • 2 msk ósætt kakóduft
  • 1/2 tsk salt
  • 1/4 – 1/2 bolli sykur
  • 1/4 bolli hunang
  • 1/3 bolli ólívuolía
  • 2 msk [30 g] smjör
  • 2 tsk vanilludropar

Aðferð:

Stillið ofninn á 180°C/350°F. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og leggið til hioðar.

Setjið hafra, möndlur, kókos, kanil, kakó og salt í stóra skál og blandið saman. Setjið til hliðar

Takið fram meðalstóran pott og hitið hunangið, sykurinn, ólívuolíuna og smjörið þar til sykurinn bráðnar og blandan byrjar að malla. Takið af hitanum og hrærið vanilludropunum saman við.

Hellið hunangsblöndunni yfir hafrablönduna og blandið vel saman með stórri skeið, þar til þurrefnin eru þakin hunangsblöndunni.

Hellið yfir á ofnplötuna og dreifið vel úr. Bakið í miðjum ofni í 30 mínútur eða þar til granólað er farið að ilma vel og orðið stökkt. Hrærið í granólanu 2 – 3 meðan á bökunartíma stendur til að allt ristist jafnt.

Leyfið að kólna alveg og geymið í loftþéttum umbúðum við stofuhita í allt að 2 vikur.

Prenta uppskrift

3 athugasemdir Post a comment
  1. Embla #

    Þetta granóla er svo ljúffengt og gott!!

    20/03/2013
  2. Guðfinna Sigurðardóttir #

    Granóla með súkkulaðibitum sem þú gafst uppskrift af er í uppáhaldi – þetta lítur ákaflega girnilega út. Meiriháttar skemmtileg síða hjá þér :)

    20/03/2013
    • Takk fyrir það Guðfinna :)

      20/03/2013

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: