Skip to content

Mojito með sítrónugrasi

Systir mín er í heimsókn. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hún kemur til okkar í heimsókn en hún virðist alltaf eiga því óláni að fagna að hitta á afskaplega leiðinlegt veðurtímabil í borginni. Þegar hún kom fyrst til okkar þá var svo mikill fimbulkuldi að það þurfti járnvilja til að vera úti í lengri tíma. Í þetta skipti hefur eitt risastórt rigningarský hangið yfir okkur og sólin hefur ekki látið sjá sig frá deginum sem hún lenti á flugvellinum. Við örkum því göturnar í bleytu og kulda, skýlum okkur undir regnhlíf og reynum að láta veðrið ekki á okkur fá. Ég var samt alveg búin að fá nóg um daginn og ákvað því að búa til sumarhanastél handa okkur systrunum – svona til að búa til smá blekkingu um að sumarið væri í raun að gægjast inn til okkar.

Mojito með sítrónugrasi

(Bon Appetit, 2 tlb 2011)

 • 2 stilkir sítrónugras
 • 6 stór myntulauf
 • 2 msk sykur
 • 6 msk romm (ég notaði dökkt)
 • 3 msk límónusafi, nýkreistur
 • Ísmolar
 • 250 ml sódavatn, kælt

Aðferð:

Setjið stilkana í örbylgjuofn og hitið í 40 sekúndur á háum hita. Skerið neðstu 10 cm frá hverjum stilki og skerið efsta hlutann frá einnig (geymið efri hlutann til að nota sem skraut). Skerið stilkana í þunnar sneiðar.

Setjið sítrónugras, myntu og sykur í hristara og hrærið vel saman með tréskeið. Bætið rommi og límónusafa saman við og hristið þar til sykurinn hefur leyst upp. Hellið í gegnum síu í tvö há glös. Fyllið glösin því næst með ísmolum og hellið sódavatni saman við. Hrærið aðeins í drykknum og skreytið með sítrónugrastoppum, límónusneið og myntu.

Fyrir 2 drykki

5 athugasemdir Post a comment
 1. Embla #

  Eigum við að fá okkur annann?

  17/05/2011
 2. Guðný Ebba #

  Ég get ekki beðið eftir að KNÚSA ÞIG snillingurinn minn !

  17/05/2011

Trackbacks & Pingbacks

 1. Búsáhöld | Eldað í Vesturheimi
 2. Frönsk súkkulaðibaka með ferskum berjum | Eldað í Vesturheimi
 3. Sterlingstél | Eldað í Vesturheimi

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: